44% fengu ekki fulltrúa

Talning atkvæða í kosningunum.
Talning atkvæða í kosningunum. mbl.is/Golli

Liðlega 37 þúsund þeirra sem kusu fengu engan fulltrúa kjörinn á stjórnlagaþing í kosningunum á dögunum. Það svarar til liðlega 44% gildra atkvæða í kosningunni.

Þegar þessi niðurstaða er skoðuð í ljósi dræmrar þátttöku í kosningunum sést að aðeins tæplega fimmti hver kosningabær Íslendingur hefur valið fulltrúa, að því er fram kemur í fréttaskýringu um kosningarnar í Morgunblaðinu í dag.

Ástæðan fyrir þessu er fyrst og fremst sú að frambjóðendur urðu mun fleiri en reiknað var með, eða yfir 520. Atkvæðin dreifðust því mjög víða enda náðu innan við 5% frambjóðenda kjöri. Auk þess nýttu margir ekki atkvæðaseðla sína til fulls.

Niðurstaða talningarinnar leiddi þó í ljós að aðeins 13.771 atkvæði féll „dautt“ niður, nýttist ekkert við úthlutun sæta á stjórnlagaþing.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Innlent — Fleiri fréttir

Í gær

Miðvikudaginn 27. mars