Skjálfti skekur Breta

Jarðskjálfti upp á 3,6 á Richter mældist í vestur-Englandi í kvöld. Upptök skjálftans voru skammt frá bænum Worcester um 215 kílómetra norðvestur af Lundúnum. Skjálftans varð víða vart en ekki hafa borist fregnir af tjóni.

Jarðskjálftafræðingar bresku jarðfræðistofnunarinnar segja að allt að 200 skjálftar mælist á hverju ári. „Fæsta verður fólk vart við en einu sinni til tvisvar á ári koma skjálftar sem ekki fara framhjá neinum og skjálftinn í kvöld af var af þeirri gerðinni,“ segir David Galloway, jarðskjálftafræðingur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert