Pítsurnar sem koma fólki á óvart

Mini pítsur munu slá í gegn á grillið í sumar.
Mini pítsur munu slá í gegn á grillið í sumar. mbl.is/Kop og kande

Við rákumst á þessar litlu pítsur með ómótstæðilegum áleggjum, sem munu án efa koma öllum á óvart. Þessar eru fullkomnar á grillið í sumar eða í pítsaofninn, enda með ómótstæðilega hráefna samsetningu.

Pítsurnar sem koma fólki á óvart

  • 10 g ger
  • 3 dl vatn
  • 1 tsk. salt
  • 100 g durum hveiti
  • 350 g pizzamjöl eða tipo 00
  • 2 msk. ólífuolía
  • 250 g mascarpone
  • 5 nektarínur
  • 50 g ristaðir heslihnetukjarnar
  • 4 msk. fljótandi hunang
  • Smá ferskt timjan
  • Vanilluís ef vill

Aðferð:

  1. Hrærið gerinu út í vatnið. Bætið salti og durumhveiti út í og ​​látið standa í 15 mín. Hveiti hrært smá í einu út í og ​​deigið hnoðað vel þar til það er mjúkt og teygjanlegt.
  2. Skiptið deiginu í 4-6 litlar kúlur og veltið þeim í ólífuolíu. Setjið þær á ofnplötu, setjið plastfilmu yfir og inn í ísskáp til næsta dags.
  3. Rúllið deiginu út í litlar kringlóttar pítsur á hveitistráðu borði. Passið að ýta ekki loftinu úr deigkúlunum.
  4. Smyrjið pítsabotnana með mascarpone. Setjið nektarínur í mjóa báta ofan á og stráið grófsöxuðum hnetum og smá timjani yfir.
  5. Dreifið hunangi yfir og grillið pítsurnar á óbeinum hita á pizzasteini eða bökunarplötu í 6-8 mín. Pítsurnar eru tilbúnar þegar botninn er gullinn og stökkur, og nektarínurnar örlítið karamelluseríðar.
  6. Berið fram strax með vanilluís og auka hunangi.

Uppskrift: Kop & kande

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert