Stórkostlega bragðgóð eplakaka

Eplakökur eru yndisaukandi.
Eplakökur eru yndisaukandi. mbl.is/wichmann + bendtsen

Eplakaka er klassísk og alltaf vinsæl. Þessi uppskrift er einstaklega einföld og alveg svakalega góð. Kakan er best nýbökuð og þá með rjóma eða vanilluís. Þú getur jafnvel hrært smá vanillu út í gríska jógúrt ef þú kýst hollari útgáfu af meðlæti. 

 Stórkostlega bragðgóð eplakaka

  • 2 egg
  • 200 g sykur
  • 100 g smjör
  • 200 g hveiti
  • 1 tsk. lyftiduft
  • 1 msk. vanillusykur
  • 1 epli

Annað:

  • 2 epli
  • 1 msk. kanill
  • 2 msk. sykur

Aðferð:

  1. Hitið ofninn á 180°C.
  2. Pískið egg og sykur þar til það verður „froðukennt“. Bræðið smjör í litlum potti á lágum hita og látið kólna áður en þið hellið í eggjamassann.
  3. Blandið hveiti, lyftidufti og vanillusykri saman og sigtið í deigið. Hrærið vel í með skeið þar til deigið er slétt og fínt.
  4. Skrælið 1 epli og skerið litla teninga, blandið þeim svo út í deigið með skeið.
  5. Smyrjið smelluform (20 cm) og hellið deiginu ofan í.

Ofan á:

  1. Skerið eplin í þunnar sneiðar og myndið þétt munstur með þeim ofan á deigið.
  2. Blandið saman kanil og sykri og stráið jafnt yfir kökuna.
  3. Bakið í ofni í 35 mínútur en athugið hvort kakan sé bökuð í gegn áður en þið takið hana úr ofninum.
  4. Berið fram á meðan kakan er ennþá volg, með vanilluís, rjóma eða öðru sem hugurinn girnist.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert