Ketó pítsubotn sem sagður er „sjúllaður“

Ég ber nákvæmlega enga ábyrgð á þessari orðnotkonun, hún kemur beint frá samstarfskonu minni hér á Árvakri sem bað mig vinsamlegast um að deila þessari uppskrift af ketó pítsubotni sem hún sagði að - og nú lýg ég engu - væri algjörlega sjúllaður.


Við reiknum með að það sé jákvætt og gefi til kynna að bragðgæði botnsins hafi verið ofvaxinn skilningin okkar.


Uppskriftin kallast á ensku Fat Head Dough - er amerísk og því er notast við bollamál. Ég er treg til að breyta því yfir nema um vökva sé að ræða og því stendur þetta óbreytt.

Ketó pítsubotn sem sagður er „sjúllaður“
  • 1½ bolli rifinn mozzarella cheese
  • ¾ bolli möndlu hveiti
  • 2 msk rjómaostur
  • 1 tsk edik
  • 1 egg
  • ½ tsk salt
  • ólífuolía til að smyrja hendurnar á þér
Botn
  1. Hitið ofninn í 200 gráður.
  2. Hitið mozzarella og rjómaostinn í potti eða örbylgjuofni.
  3. Hrærið saman uns þeir hafa blandast saman. Bætið þá við hinum hráefnunu og blandið vel saman.
  4. Settu vel af ólífuolíu á hendurnar þínar og flettu deigið út á smjörpappír. Úr þessu ætti að verða pítsa sem er um 20 sm í þvermál. Einnig er hægt að nota kökukefli til að fletja deigið út en þá er betra að setja líka smjörpappír ofan á degið meðan það er flatt út.
  5. Stingið í botninn með gaffli og bakið í ofninum í 10-12 mínútur.
  6. Þegar botninn er tilbúinn skal taka hann út, setja álegg og sósu ofan á hann og baka síðan aftur í 10-12 mínútur eða þar til osturinn er bráðnaður.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert