Ómótstæðilegur kjúklingaréttur með beikoni og sveppum

mbl.is/Silvio Palladino

Fyrir ári kom út matreiðslubókin Gulur, rauður, grænn & salt sem inniheldur einfaldar og fljótlegar uppskriftir fyrir alla sem elska góðan mat með lítilli fyrirhöfn. Það var að sjálfsögðu Berglind Guðmunds á samnefndu bloggi sem skrifaði bókina sem aðdáendur hennar kættust að sjálfsögðu yfir enda ófáir sem hafa mikla matarást á Berglindi. 

Hér gefur að líta eina tímamótauppskrift úr bókinni sem hentar vel á degi sem þessum. 

Veislupottréttur

Fyrir 4-6

  • 1–2 msk. smjör
  • 1 laukur
  • 2 hvítlauksrif
  • 250 g sveppir
  • ½ eggaldin
  • 2 msk. paprika
  • 500 g kjúklingabringur
  • 250 g beikon
  • 70 g tómatpúrra, t.d. Tomato paste frá Hunts
  • 500 ml matreiðslurjómi
  • 1 rauð paprika
  • salt og pipar

Aðferð: 

  1. Saxið lauk og hvítlauk og steikið upp úr smjöri í stórum potti.
  2. Skerið sveppina í sneiðar og steikið við háan hita þar til allt vatnið er farið úr þeim.
  3. Skerið eggaldin í tvennt, langsum, og skerið þvert í þunnar sneiðar.
  4. Setjið eggaldin og papriku í pottinn ásamt 1 msk. af paprikudufti og steikið í 4–5 mínútur.
  5. Hellið öllu yfir í skál og leggið til hliðar. Skerið kjúkling og beikon í munnbita og steikið upp úr olíu saman í potti þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn.
  6. Setjið tómatpúrru og matreiðslurjóma í pottinn og hitið. Bætið grænmetinu saman við og saltið og piprið að eigin smekk. Látið réttinn malla við lágan hita í 1- 2 klukkustundir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert