Girnilegar quesadillas með mangó og svörtum baunum

Gerist varla girnilegra.
Gerist varla girnilegra. mbl.is/Winnie Methmann

Það er varla hægt að fá leið á mexíkóskum mat, bragðgóður og léttur í maga. Hér er uppskrift að grilluðum quesadillas fylltum með girnilegum hráefnum sem kitla bragðlaukana. Þessar eru með ferskum mangó, cheddar-osti og svörtum baunum en það má einnig bæta við steiktum kjúklingi eða hakki fyrir þá sem það vilja.

Quesadillas með mangó, cheddar og svörtum baunum

  • 2 dl brún hrísgrjón
  • 8 tortillakökur
  • 1 msk. ólífuolía
  • Jalapeno-baunafylling:

    • 1 dós svartar baunir
    • 5 jalapeno-skífur úr krukku
    • 1 mangó
    • 150 g cheddar-ostur
    • 3 vorlaukar
    • Ferskt kóríander, handfylli
    • Salt og pipar

    Guacamole:

    • 2 þroskaðir avocado
    • 1 laukur
    • 2 stór hvítlauksrif
    • Ferskt kóríander, handfylli
    • Safi úr einni lime
    • Salt og pipar

    Berist fram með:

    • Ferskt kóríander, handfylli
    • 1 lime

    Aðferð:

    1. Sjóðið hrísgrjónin samkvæmt leiðbeiningum.
    2. Jalapeno-baunafylling: Dreypið vatninu af svörtu baununum og skolið þær með köldu vatni í sigti. Skrælið mangóinn og skerið í teninga. Rífið cheddar-ostinn gróflega. Skerið vorlaukinn fínt niður. Hakkið kóríanderinn gróflega. Blandið öllu ásamt jalapenóinu í skál og smakkið til með salti og pipar.
    3. Guacamole: Maukið avocadoinn í skál með gaffli. Fínsaxið laukinn og pressið hvítlaukinn. Hakkið kóríanderinn gróflega. Blandið öllu saman við avocadoinn og smakkið til með limesafa, salti og pipar.
    4. Stillið ofninn á 180°. Setjið tortillakökurnar á bökunarpappír og á plötu. Smyrjið hverja tortillaköku til helminga með jalapeno-baunafyllingunni og brjótið saman í hálfmána. Penslið kökurnar með ólífuolíu og bakið í ofni í 15 mínútur þar til þær verða stökkar og osturinn er bráðnaður.
    5. Berið fram með guacamole, kóríander og lime.
    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert