Kósí kjúklingur með döðlum og ristuðum möndlum

Góður kjúklingaréttur stendur ætíð fyrir sínu.
Góður kjúklingaréttur stendur ætíð fyrir sínu. mbl.is/Maria Gomez

Hér gefur að líta sannkallaðan sælgætisrétt sem er af arabískum ættum og bráðnar í munni. Hann er úr smiðju Maríu Gomez á Paz.is og er jafnbragðgóður og hann lítur út fyrir að vera. 

Döðlur og möndlur spila hér stórt hlutverk en gott er að bera réttinn fram með hrísgrjónum. 

Arabískur kjúklingur með döðlum og ristuðum möndlum

  • 1 bakki af kjúklingabringum eða úrbeinuðum lærum
  • 1 poki af skarlottulauk
  • 13 döðlur
  • 2 msk. hveiti
  • 1/2 dl ólífuolía
  • 1/2 sítróna
  • 600 ml soðið vatn
  • 1-2 kjúklingateningar
  • 1 tsk. túrmerik
  • 1 tsk. engiferduft
  • 1/2 msk. cumin
  • 1/4 tsk. kanill
  • 1/2 tsk. kardimommuduft
  • 1/2 bolli möndlur cous cous

Aðferð:

  1. Skerið laukinn í 2-3 hluta langsum og hitið í olíunni á pönnu. Hafið olíuna lágt stillta til að laukurinn soðni meira en stikni í henni. Saltið og piprið.
  2. Skerið kjúklinginn í gúllasbita og veltið upp úr hveitinu. Bætið honum svo á pönnuna þegar laukurinn hefur mýkst aðeins og er farinn að taka á sig smá lit. Saltið og piprið aftur og setjið öll kryddin yfir.
  3. Þegar kjúklingurinn er farinn að taka á sig smá hvítan lit eru 1-2 kjúklingateningar muldir yfir allt, og soðna vatninu hellt yfir og hrært. Kreistið safa úr hálfri sítrónu yfir og leyfið að malla í 15-20 mínútur.
  4. Á meðan er gott að rista möndlur á pönnu og skera döðlurnar í 2-3 bita.
  5. Kælið möndlurnar í pínu stund og setjið í kvörn eða blandara og malið í grófan mulning og setjið til hliðar á disk.
  6. Setjið að lokum döðlurnar út á réttinn og leyfið að malla í 5 mínútur til viðbótar. Berið fram með cous cous og ristuðu möndlunum.
  7. Gott er að setja cous cous neðst á diskinn og setja réttinn svo ofan á það. Stráið svo möndlunum yfir réttinn og kóríander ef vill.
Dásamlega bragðgóður og tilvalinn á degi sem þessum.
Dásamlega bragðgóður og tilvalinn á degi sem þessum. mbl.is/Maria Gomez
Það er ekkert að þessu...
Það er ekkert að þessu... mbl.is/Maria Gomez
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert