Hve lengi má geyma rauðvín?

Hér má sjá Arthur á Kröst í Mathöllinni á Hlemmi …
Hér má sjá Arthur á Kröst í Mathöllinni á Hlemmi hella rauðvíni. Eggert Jóhannesson

Litla vínbókin er í uppáhaldi hjá okkur en hún kom út fyrir síðustu jól. Fullyrðir höfundur hennar,  Jancis Robinson, að hver sem er geti orðið vínsérfræðingur á 24 tímum. 

Robinson er einn þekktasti víngagnrýnandi heims og ætti því að kunna ýmislegt fyrir sér. Hér gefur að líta leiðbeiningar frá henni um hversu lengi megi geyma rauðvín. 

Ódýrt gutl - allt að ár

Beaujolais og önnur vín úr Gamay-þrúgum - eitt til fimm ár

Zinfandel/Primitivo - tvö til tólf ár

Pinot noir, rauð búrgundarvín - tvö til fimmtán ár

Sangiovese, Chianti og Chianti Classico, Brunello di Montalcino - þrjú til tólf ár

Douro og önnur portúgölsk vín - fjögur til tólf ár

Grenache/Garnacha, vín frá suðurhluta Rhone - fjögur til fimmtán ár

Cabernet Franc, Bourgeuil Chinon - fjögur til sextán ár

Merlot af betra taginu, Bordeauxvín frá hægri bakkanum - fjögur til átján ár

Tempranillo, Rioja, Ribera del Duero - fjögur til tuttugu ár

Shiraz/Syrah, vín frá norðurhluta Rhone - fimm til tuttugu og fimm ár

Cabernet Sauvignon af betra taginu, Bordeauxvín af vinstri bakkanum - fimm til tuttugu og fimm ár

Nebbilo, Barolo, Barbaresco - tíu til þrjátíu ár

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert