Brokkolísalat sem bragð er af

Við erum svo djörf að fullyrða að jafnvel þeir sem …
Við erum svo djörf að fullyrða að jafnvel þeir sem finnst brokkolí vont eigi eftir að kunna að meta þetta salat. mbl.is/lilluna.com

Þessi uppskrift að brokkolísalati er skotheld og passar sem meðlæti við öll tækifæri, hvort sem það er með jólasteikinni að vetri til eða með grillkjötinu að sumri. Við erum svo djörf að fullyrða að jafnvel þeir sem finnst brokkolí vont eigi eftir að kunna að meta þetta salat. Brokkolíið brakar undir tönn og setur ferskan tón, á meðan döðlurnar, hunangið og beikonið æra bragðlaukana í sæt-saltri dásemd.

Brokkolísalat sem bragð er af

  • Vænn ferskur brokkolíhaus
  • 10 sneiðar beikon
  • 10 döðlur
  • 1 rauðlaukur
  • 1-2 teskeiðar hunang  
  • 1 teskeið lúxusgraflaxsósa
  • 2-3 matskeiðar sýrður rjómi
  • handfylli af sólblómafræjum

Aðferð:

Skolið brokkolíhausinn, skerið hann smátt og setjið í skál. Steinhreinsið döðlurnar, skerið smátt og bætið saman við brokkolíið. Snöggsteikið beikonið þar til það verður stökkt, leyfið því að kólna og skerið því næst í litla bita. Saxið rauðlaukinn smátt og bætið við í skálina ásamt beikoninu og sólblómafræjum. Að lokum fer sýrður rjómi, teskeið af hunangi og graflaxsósan saman við og öllu gumsinu blandað vel saman áður en það er borið á borð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert