Grænmetisbaka með piparosti

Það er ekki annað hægt en að elska bökur.
Það er ekki annað hægt en að elska bökur. mbl.is/Svava Gunnarsdóttir

Bökur eru sérlega snjall matur því hægt er að hafa þær í matinn hvenær dags sem er. Þessi uppskrift hér tikkar í flest box þegar kemur að bragðgæðum og almennum huggulegheitum enda kemur hún úr smiðju Svövu Gunnars á Ljúfmeti og lekkerheit.

Þessi verður án efa prófuð á mörgum heimilum í kvöld. Verði ykkur sannarlega að góðu og munið að hægt er að nota afganginn í nesti á morgunn. 

Ábyggilega margir sem láta sig dreyma um þessa dásemd.
Ábyggilega margir sem láta sig dreyma um þessa dásemd. mbl.is/Svava Gunnarsdóttir

Grænmetisbaka með piparosti

Fyrir 4-5

  • bökubotn (hér er uppskrift en einnig er hægt að kaupa tilbúið deig)
  • 1 rauð paprika
  • 1 græn paprika
  • 1/2 púrrulaukur
  • 1 lítill spergilkálshaus
  • krydd, t.d. ítalskt salatskrydd
  • 5 kokteiltómatar
  • 3 egg
  • 2,5 dl rjómi
  • 1 box rifinn piparostur (100 g)
  • paprikukrydd
  • salt
  • pipar
  • rifinn ostur

Aðferð:

Hitið ofn í 175°. Setjið bökudeigið í bökuform (eða smelluform), stingið aðeins yfir botninn með gaffli og forbakið í 10 mínútur.

Skerið paprikur, púrrulauk og spergilkál smátt og steikið á pönnu þar til hefur fengið fallegan lit og farið að mýkjast. Kryddið eftir smekk (ég notaði ítalskt salatskrydd). Setjið grænmetið yfir forbakaða bökuskelina. Skerið tómatana í tvennt og setjið yfir grænmetið.

Hrærið saman egg og rjóma. Bætið piparostinum saman við og kryddið með paprikukryddi, salti og pipar. Hellið blöndunni yfir grænmetið og setjið vel af rifnum osti yfir. Bakið við 175° í 35 mínútur.

Lekkert bæði í kvöldverð jafnt sem hádegisverð/dögurð.
Lekkert bæði í kvöldverð jafnt sem hádegisverð/dögurð. mbl.is/Svava Gunnarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert