Eggjahræra með reyktum laxi og kapersmajónesi

Mögulega morgunverður ársins.
Mögulega morgunverður ársins. mbl.is/Hanna Þóra – hanna.is

Matarbloggið hennar Hönnu Þóru er með þeim flottari hér á landi og undirrituð er formlegur aðdáandi. Hér býður Hanna upp á eggjahræru með reyktum laxi og kapersmajónesi sem ég get ekki beðið eftir að prófa. Í mínum huga er þetta hinn fullkomni helgarmorgunverður eða dögurður sé út í það farið.

Síðu Hönnu Þóru má nálgast hér.

Eggjahræra með reyktum laxi og kapersmajónesi

  • 5 – 6 egg
  • 2 – 3 msk. undanrenna eða mjólk
  • Ögn af smjöri
  • 2 msk. graslaukur – saxaður
  • Saltflögur
  • Pipar
  • 100 – 120 g reyktur lax – skorinn í litla bita
  • 1 – 1½ dl gúrka – kjarnhreinsuð og söxuð
  • 1 – 1½ msk saxaður skarlottulaukur eða laukur
  • 1 msk. graslaukur – saxaður
  • ½ tsk. sítrónubörkur – rifinn fínt
Sósa
  • ½ dl majónes
  • ½ dl sýrður rjómi
  • 2 msk. kapers – saxað fínt
 Aðferð:
  1. Egg, mjólk, graslaukur og salt – pískað saman
  2. Smjörið brætt og eggjablandan steikt á pönnunni – hrært í
  3. Lauk, gúrku, graslauk og laxi blandað saman í skál – dreift yfir eggjahræruna þegar hún er bökuð.
  4. Allt hráefni hrært saman. Sósan sett á miðja eggjahræruna – ofan á laxahræruna.  Einnig er gott að bera sósuna fram í skál með eggjahrærunni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert