Heimalagaður happy hour

Fljótlegur veislukostur sem rann hratt niður í gesti.
Fljótlegur veislukostur sem rann hratt niður í gesti. mbl.is/TM

Margir kannast við að vilja gjarnan bjóða oftar heim en finnst umstangið draga úr. Það er ágætishugmynd að bjóða heim í gleðistund eða „happy hour“ í stað kvöldverðar. Það kallar á einfaldari veitingar og fólk er alla jafnan farið í fyrra lagi en hefðbundin happy hour er beint eftir vinnu. 

Hér koma nokkrar hugmyndir að léttum veitingum í slíkt heimaboð en plokkfisk-snitturnar renna ávallt ljúflega niður og eru hollari veitingar en margt annað. Ekki er verra að börnunum finnst þær æði.

Apperol Spritz-kokteilinn er í sérlegu uppáhaldi hjá heiminum öllum og hefur verið síðustu ár. Hann er því sniðugur með og þeir sem ekki vilja hann geta látið freyðivínið duga. 

Hráefni
3 hlutar freyðivín, þurrt (helst prosecco)
2 hlutar Aperol 
1 hluti sódavatn

Aðferð
Glasið fyllt með ís og skreytt með sneið af appelsínu.

Rúgbrauð með aðkeyptum plokkfisk, svörtum pipar og súrum gúrkum er …
Rúgbrauð með aðkeyptum plokkfisk, svörtum pipar og súrum gúrkum er gott nasl. Sérstaklega með mjólk eða köldum bjór. mbl.is/TM
Ostur með sírópslegnum fíkjum (eða hunangi) og pekanhnetum. Osturinn er …
Ostur með sírópslegnum fíkjum (eða hunangi) og pekanhnetum. Osturinn er bakaður í ofni í 15-20 mínútur við 180 gráður og borinn fram með kexi eða ristuðu súrdeigsbrauði. mbl.is/TM
Flatkökur með rjómaosti, pestó og litlum tómötum.
Flatkökur með rjómaosti, pestó og litlum tómötum. Mbl.is/TM
Fersk ber, handskornar kartöfluflögur og ídýfa úr grísku jógúrti, hunangi …
Fersk ber, handskornar kartöfluflögur og ídýfa úr grísku jógúrti, hunangi og kryddum. mbl.is/TM
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert