Skinkurúllur eru 80's-góðgæti sem við söknum

Upp úr 1980 var partímatur ákaflega vinsæll en ég sakna þess að sjá kokteilpinnamat oftar í veislum. Til dæmis eru ostapinnar mikil snilld sem ég vil gjarnan endurvekja! Í jólaboði í vinnunni um daginn var boðið upp á skinkurúllur sem eru önnur 80's-uppskrift þar sem fljótlegt og auðvelt fær að njóta sín og dósaaspasinn fær að lifa. Fyrir þá sem vilja taka pinnana upp á góðærisplanið mætti vel nota ferskan smjörsteiktan aspas. 

1 pakki góð skinka
1 dós aspas 
rjómaostur með svörtum pipar 

Smyrjið skinkusneiðarnar með rjómaosti, leggið aspas í miðjuna og rúllið upp. Skerið í sneiðar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert