Granateplakokteill sem fær þig til að kikna í hnjánum

Rauðhetta er ferskur kokteill sen hentar vel sem fordrykkur. Ivan …
Rauðhetta er ferskur kokteill sen hentar vel sem fordrykkur. Ivan starfar á Pablo Discobar og rekur Reykjavík Cocktails sem sérhæfir sig í einkasamkvæmum og viðburðum. mbl.is/aðsend

Ivan Svanur Corvasce, barþjónn á Pablo Discobar, er mikill meistari þegar kemur að því að hrista saman drykki. Ivan keppti nýlega í Tallinn þar sem Alþjóðabarþjónasamtökin héldu keppni meðal annars um efnilegasta barþjóninn þar sem Ivan vann til verðlauna og þótti afburðaflinkur og fær. Hér deilir hann með okkur virkilega góðri uppskrift að óáfengum kokteil sem vel má gera „virkan“ með vodka.

Heimalagaða granatsírópið er guðdómlegt en auðvitað er hægt að kaupa granateplasafa ef vill. Sírópið er einnig gott á ís og ostakökur!

Drykkurinn Red Riding Hood eða Rauðhetta
1 skammtur

1 cm agúrka
30 ml limesafi
45 ml vodki (ef áfengi skal hafa)
45 ml alvöru-grenadine – Uppskrift neðar
6 myntulauf
Sódavatn – eftir smekk

Allt nema sódavatn sett saman í hristara eða krukku ásamt klaka og hrist vel. Svo er drykkurinn síaður í vínglas með klaka og toppaður með sódavatni og myntulaufi. Einnig er hægt að undirbúa drykkinn bara beint í könnu fyrir 6 skammta t.d. en þá þarf ekki að hrista hann.

Alvöru-grenadine:
4 þroskuð granatepli eru kreist, best að gera það bara með höndunum í plasthanska. Svo er safinn mældur og jafnmiklum sykri (í grömmum) er bætt við.
Svo er þetta sett í flösku og hrist reglulega. Ef fólk er að flýta sér er hægt að hita blönduna en þá missir hún svolítið af ferskleika. Svo er það klípa af salti og það er klárt!

Ivan, Daniel Bouton, Peter Dorelli yfirdómari og Eric Söderlund í …
Ivan, Daniel Bouton, Peter Dorelli yfirdómari og Eric Söderlund í góðum gír í Tallinn. mbl.is/aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert