Nutribullet sagt stórhættulegt - hópmálsókn höfðuð

mbl.is/NutriBullet

Það blæs ekki byrlega fyrir Nutribullet græjunni góðu sem milljónir manna um heim allan treysta á. Hópur 14 einstaklinga hefur höfðað mál gegn framleiðandanum eftir að hafa skaðast við notkun þess. Slysin eru vissulega öll fremur óhugnanleg en í flestum tilfellum er talað um að hylkið hafi sprungið og heitur vökvi brennt fórnarlömbin.

Nutribullet er eitt vinsælasta heimilistæki í heimi og yfir 40 milljón eintök eru seld. Hvort um dómsdagsspá yfir tækinu sé að ræða skal ósagt látið en í yfirlýsingu frá fyrirtækinu sem framleiðir tækið segist það taka ásakanirnar alvarlega og verið sé að rannsaka hvernig slysin gátu átt sér stað. Í leiðbeiningum með tækinu sé skýrt tekið fram hvernig nota beri tækið en málið verði vissulega rannsakað til hlítar.

Nánar má lesa um málið hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert