Átta tíma kássan

mbl.is

Þessi dásamlega kjöt- og baunakássa býður upp á að gera sunnudaga þægilega. Hægt er að henda í hana kl. 11 að morgni og fara svo út að leika allan daginn og koma beint heim, henda baununum út í og maturinn er tilbúinn eftir fimm mínútur.

Átta tíma kássan
  • 500 g nautahakk
  • 1 ½ msk. ólífuolía
  • ½ laukur, gróft saxaður
  • 1 hvítlauksrif, kramið
  • 4 gulrætur, smátt skornar
  • 500 ml tómatpassata
  • 500 ml niðurskornir tómatar í dós
  • 400 ml grænmetissafi frá einhverju vönduðu merki
  • 3 ½ bollar nautasoð
  • 1 tsk. þurrkuð basilíka
  • 1 tsk. óreganó
  • 1 tsk. timjan
  • 2 msk. Worchestershire-sósa
  • 2 msk. hlynsíróp
  • örlítið af þurrkuðu chili (má sleppa)
  • salt og pipar eftir smekk
  • 1 dós nýrnabaunir
  • 1 dós cannellini-baunir, smjörbaunir eða aðrar góðar hvítar baunir
  • parmesanostur

Aðferð:

  1. Brúnið hakkið á pönnu, setjið til hliðar. Setjið ólífuolíu á sömu pönnu og mýkið lauk, hvítlauk og gulrætur í 5 mínútur.
  2. Setjið kjötið og grænmetið saman í eldfast mót með loki. Hrærið tómatpassata, niðurskornu tómunum, grænmetissafanum og nautasoðinu saman við ásamt basilíkukryddi, óreganó, timjan, Worhestershire-sósunni, hlynsírópi og smakkið til með salti og pipar. Setjið í ofninn og látið vera við lágan hita, 120°C, í 8 tíma. Einnig má hafa þetta á hellu í þykkbotna potti við lágan hita í sama tíma, en passa þar að botninn sé góður svo kássan brenni ekki við. Eftir 8 tíma má bæta við baunum og elda í 5 mínútur til viðbótar, einnig er gott að setja pasta saman við og láta það vera þann tíma sem stendur á pakkanum.
  3. Berið fram með rifnum parmesanosti og sumum þykir gott að hafa hvítlauksbrauð eða ristað súrdeigsbrauð með.
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert