Má bjóða þér Oreo-bjór?

mbl.is/skjáskot af Instagram

Við vitum að margir eru spenntir fyrir bjór og enn fleiri elska súkkulaðikexkökur. En að blanda þessu saman svo að úr verður Oreo-bjór... er það góð hugmynd?

Ríkishátíðin í Texas er haldin árlega þar sem boðið er upp á stórkostlegasta mat á jarðríki (ef marka má auglýsingar frá hátíðinni). Í ár var þó nokkuð sem vakti verulega athygli okkar en það er umræddur Oreo-bjór sem lenti í öðru sæti í sætindaflokknum. Margir fullyrða að þetta sé mögulega stórkostlegasta uppfinning allra tíma en við leyfum okkur að efast.

Oreo-bjórinn er gerður úr stout-bjór með bragði af vanillu, púðursykri, rjóma og ristuðu kaffi. Bjórinn er síðan „toppaður“ með kexbitum og borinn fram í glasi sem er með Oreo-kremi og mylsnu á brúninni.

Við værum til í að smakka en ætli þetta sé gott?



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert