Lakkrísástarjátning í forsölu

Lúxsusdagatalið er ákaflega girnilegt og hönnunin óaðfinnanleg aðvanda.
Lúxsusdagatalið er ákaflega girnilegt og hönnunin óaðfinnanleg aðvanda. mbl.is/

Flest jóladagataöl fölna í samanburði við Lakrids jóladagatalið frá Johan Bülow. Dagatalið er nú komið í forsölu á Epal.is en nokkuð ljós er að þessi unaðslega lakkrísástarjátning fellur vel að smekk landsmanna því pantanirnar hrúgast inn. 

Um er að ræða bæði hefðbundið jóladagatal með lakkrístengdu góðgæti hvern dag fram að jólum allt frá súkkulaði upp í te og duft. Hefðbundna dagatalið er hvítt og bleikt og kostar 4950 krónur. 

Fyrir lúxsuspjakka og píur er hinsvegar stærri útgáfa af dagatalinu með fleiri molum á bak við hvern glugga en það er ætlað stærri heimilum sem vilja deila glaðningnum. Hver glaðningur kemur í elegant boxi og það verður að segja að þetta er allt ákaflega smart. Lúxsusinn kostar þó sitt en dagatalið er á 13.500 krónur og afhendist 6 október þeim sem hafa forpantað.

Á bakvið hvern glugga er ljúffeng lakkrísupplifun og er eitthvað …
Á bakvið hvern glugga er ljúffeng lakkrísupplifun og er eitthvað sem alvöru lakkrísunnendur geta ekki látið framhjá sér fara. Þú munt finna súkkulaði, saltkaramellu, kaffi og fleiri brögð sem pöruð hafa verið saman við lakkrís sem er á heimsmælikvarða. mbl.is/
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert