Parmesan kartöflur með hvítlaukssmjöri

Bakaðar smákartöflur eru sankallað lostæti. Sérstaklega með fisk og hvítlaukssósu.
Bakaðar smákartöflur eru sankallað lostæti. Sérstaklega með fisk og hvítlaukssósu. mbl.is/TM

Góðar krumpukartöflur með parmesanosti klikka aldrei og passa með nánast hverju sem er. Svo þarf ekki einu sinni að taka utan af þeim hýðið nú þegar allar verslanir eru stútfullar af nýuppteknum kartöflum.

200 g nýjar litlar kartöflur
smjör 
1 parmesanklumpur (í dekkri kantinum)
fersk steinselja eða basilíka 
2 hvítlauksrif, marin
salt 
pipar 

Skolið kartöflurnar vel og skerið í tvennt.
Setjið 3 msk af smjöri, 1/3 tsk af salti, 1/4 tsk af pipar og smátt saxaðar ferskar kryddjurtir eftir smekk og hvítlaukinn í skál. Nuddið kartöflunum vel upp úr þessu og raðið svo á bökunarpappírsklædda ofnplötu þannig að sárið snúi niður. Rífið þá 2-3 msk af parmesan osti yfir og stingið inn í ofn.

Bakið við 150 gráður í um 20 mínútur og hækkið svo hitann í 200 gráður í 5 mínútur. Athugið að bökunartíminn fer eftir stærð kartaflnanna. Best er að stinga í þær með gafli til að finna hvort þær eru tilbúnar. Ef þær eru mjúkar að innan má gíra upp hitann til að fá stökka húð á þær.

Gott er að rífa örlítinn meiri ost og strá fersku kryddi yfir kartöflurnar áður en þær eru bornar fram.

Fyrir bakstur.
Fyrir bakstur. mbl.is/TM
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert