Brakandi stökkur lax á 10 mínútum

Fallegur og ferskur.
Fallegur og ferskur. mbl.is/TheKitchn

Þetta er stórkostlega einfaldur og góður fiskréttur. Sumir vilja meina að fiskur sé einhver mánudagsblús en þessi réttur er sannkölluð sunnudagssæla eða föstudagsfreisting.

Og einfaldur er hann en það er fátt sem við elskum heitar en einfaldur og góður matur sem kálar okkur ekki úr kaloríum.

Brakandi stökkur lax á 10 mínútum
Fyrir fjóra

  • 1/4 bolli nýkreystur sítrónusafi
  • 2 msk ólífuolía
  • 2 hvítlauksgeirar, maukaðir
  • 2 msk fersk steinselja, gróft söxuð
  • 450 g meðalstórar kartöflur, skornar í 5 mm sneiðar
  • 1 búnt af ferskum aspas (um 400 g)
  • 4 laxabitar (sirka 180 g hver), skornir í 3-4 sm þykkar sneiðar
  • 1/2 tsk sjávarsalt + auka
  • Ferskur svartur pipar

Aðferð:

  1. Setjið sítrónusafann, 1 msk af olíunni, hvítlaukinn og steinseljunna í ílát þar sem allur fiskurinn getur raðast á botninn. Pískið saman áður en þið setjið fiskinn á og marinerið. Snúið roðinu upp. Setjið eitthvað yfir og kælið í ísskáp í tíu mínútur eða svo á meðan ofninn er að hitna (ekki er tiltekið á hvaða hita skal setja - bara að stilla eigi á grillun).
  2. Setjið ofnskúffu um það bil 15 sm fyrir neðan grillið í ofninn og stillið á grillun.
  3. Setjið álpappír á ofnplötuna og leggið kartöflurnar og aspasinn á plötuna og slettið afgangnum af olíunni yfir. Saltið. Raðið í einfalda röð í jaðra ofnplötunnar. Setjið laxinn á miðja plötuna (og látið roðið snúa niður). Kryddið með salti og pipar.
  4. Grillið þar til laxinn er gegneldaður eða í 6-10 mínútur en eldurnartíminn fer að sjálfsögðu eftir þykkt fisksins. Fylgist vel með honum til að hann brenni ekki.



Bragðgóður og einfaldur.
Bragðgóður og einfaldur. mbl.is/TheKitchn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert