Eggjakaka í morgunmat eða nesti

Fetaosturinn, spínatið og tómatarnir gera þessa eggjaköku ákaflega góða.
Fetaosturinn, spínatið og tómatarnir gera þessa eggjaköku ákaflega góða. mbl.is/TM

Eggjakökur eru fljótleg og holl leið til að byrja daginn og koma grænmeti að í morgunmatnum Þær henta líka vel í hádegisverð eða sem nesti. Egg eru líka mjög næringarrík og prótínrík og því ákaflega góð leið til að byrja daginn.

Hér kemur skotheld uppskrift að rétti sem við gerum ósjaldan á mínu heimili. Það passar einnig vel að setja smátt saxað spergilkál eða sætar kartöflur (eldaðar) með. 

3 stór egg 
1 lúka grænkál eða spínat 
1 tómatur 
1 msk. fetaostur 
3 sólþurrkaðir tómatar, saxaðir 
1/4 tsk. salt 
1/2 msk. ítölsk kryddblanda 

Skolið grænmetið og skerið niður.
Pískið eggin með kryddinu og hellið á pönnu. Bætið grænmetinu við og því næst fetaostinum. Eldið við lágan hita svo botninn brenni ekki þar til kakan er orðin ljósgul og steikt í gegn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert