Líklega besti morgunmatur í heimi

Fallegur og góður morgunmatur getur skipt sköpum. Fyrir fagurkera er …
Fallegur og góður morgunmatur getur skipt sköpum. Fyrir fagurkera er vert að taka fram að skálin er úr dönsku Bitz-línunni. mbl.is/TM

Þessi morgunverður er ekki bara fagur heldur einni hollur og staðgóður. Ég er með algjört æði fyrir þessari samsetningu og býð gjarnan upp á þetta í morgunverðarboðum. Gríska jógúrtin kemur með holla fitu sem heldur seddunni við og er um leið próteinrík. Granólað er án viðbætts sykurs og kemur með trefjar og alls konar hollustu og berin eru andoxunarsprengja. Fyrir sælkera er svo hægt að bæta við smá sætu. Fullkomið! 

Granólað er þó aðalmálið og ég nota auðvitað leyniuppskriftina (ekki svo mikið leyni núna.) Smelltu HÉR fyrir uppskrift.

Fyrir 2
300 g grísk jógúrt
Granóla – sjá uppskrift hér að ofan
Fersk ber
Sæta að eigin vali, t.d. stevía, hunang eða döðlusíróp 

Setið jógúrt í skál og bætið við sætu. Því næst granóla og toppið með berjum. Unaðslegt!

Fersk ber úr garðinum toppa svo snilldina.
Fersk ber úr garðinum toppa svo snilldina. mbl.is/TM
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert