Ekki henda bananahýðinu

AFP

Mörgum kann að þykja þessi frétt harla einkennileg en það er með þetta eins og svo margt annað að það margborgar sig að lesa Matarvefinn reglulega enda leynist hér fróðleikur sem er bráðnauðsynlegt að búa yfir.

Ef bananakaupin á heimilinu takmarkast við lífræna banana ættir þú að íhuga það alvarlega að setja banana í heilu lagi í morgunþeytinginn. Það er að segja ekki taka hýðið utan af honum heldur skola það, taka svarta endann af og setja banana í heilu lagi í blandarann með öðrum innihaldsefnum. Til þess að þetta virki þarftu þó öflugan blandara eins og t.d. Vitamix.

Ástæðan fyrir þessu er sú að hýðið er ákaflega vítamín- og næringarríkt.

Flestir líta aðeins á banana sem næringu.
Flestir líta aðeins á banana sem næringu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert