Morgunverður drauma þinna

Ljósmynd/TheKitchn

Það er í góðu lagi að gera vel við sig endrum og eins og þessi bláberja "triffle" er upplögð í það. Svona allsherjar spariverður sem nánast gulltryggir að dagurinn mun ganga vel.

Grunnuppistaðan er svampbotn sem er nú ekki svo flókið að verða sér út um en eftirleikurinn er öllu heilsusamlegri þannig að örvæntið eigi.

Guðdómleg bláberja "triffle"

  • 1 svampbotn (ljós)
  • 9 dl hrein jógúrt
  • 3 msk. hunang
  • 2 tsk. vanilludropar
  • 1/4 bolli niðursaxað engifer
  • 400 g bláber
  • 3 bollar af granóla

Aðferð:

  1. Skerið svampbotninn fyrst í sundur (þannig að úr verði tveir þunnir botnar) og skerið síðan í tveggja sentimetra ferninga.
  2. Hrærið saman jógúrt, hunangi, vanillu og 2 matskeiðum af engiferi í stóra skál.
  3. Setjið 1/2 bolla af jógúrtblöndunni í botninn á glasinu sem þið hyggist bera trifflið fram í. Setjið því næst helminginn af kökubitunum yfir jógúrtina, því næst slatta af bláberjum og loks helmingnum af granolanu. Setjið því næst megnið af jógúrtinni, því næst kökuna, bláberin og loks granólað aftur. Endið á jógúrt.
  4. Skreytið með bláberjum og afganginum af engiferinu og berið strax fram.
Ljósmynd/TheKitchn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert