Sláðu í gegn í barnaafmælinu

ljósmynd/OhSweetBasil.com

Þessar kökur sameina flest það sem við teljum ómissandi í gott barnaafmæli: Rice Krispies, Oreo-kex, sykurpúðar og skrautsykur. Það segir sig eiginlega sjálft að þessi dásemdaruppskrift mun slá í gegn og gleðja afmælisgestina meira en orð fá lýst.

Í uppskriftinni er talað um Rice Krispies og ljósar Oreo-kökur en okkur grunar... og þetta er bara óstaðfestur grunur... að mögulega væri jafnvel enn betra að nota dökkar Oreo-kökur og Cocoa Popps. Þá er líka spurning um að sleppa vanilludropunum.

En hvað um það... hér kemur uppskriftin og við segjum bara njótið vel!

ljósmynd/OhSweetBasil.com

Gullnar Oreo Rice Krispies-partísprengjur

  • 10 dl Rice Krispies
  • 1 pakki af ljósu Oreo-kexi. Myljið og geymið 1 1/2 dl til að mylja yfir kökurnar
  • 3 msk. skrautsykur - og smá til að mylja yfir kökurnar
  • 5 msk. smjör
  • 8 bollar af litlum sykurpúðum - og 2 bollar í viðbót
  • salt á hnífsoddi
  • 1/4 tsk. vanilludropar

Aðferð

  1. Setjið bökunarpappír í ferkantað form (20x25 - eða þar um bil)
  2. Í stórri skál skal blanda saman Rice Krispies og Oreo-kexinu. Setjið til hliðar.
  3. Í stórum potti skal bræða smjörið og bæta því næst saman við sykurpúðunum, salti og vanilludropunum. Hrærið þar til sykurpúðarnir eru alveg bráðnaðir.
  4. Hellið yfir kex og krispies-blönduna og hrærið til að blanda vel saman. Setjið viðbótarbollana tvo af sykurpúðunum auk skrautsykursins saman við blönduna. Setjið í formið og sáldrið afgangnum af Oreo-kexinu yfir auk skrautsykurs. Kælið eða borðið kökurnar volgar og njótið vel.
ljósmynd/OhSweetBasil.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert