Ljúffengar lambakórónur

Lambakórónur eru herramanns matur!
Lambakórónur eru herramanns matur! mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Hér er komin einföld en ákaflega bragðgóð uppskrift af lambakjöti frá veitingahúsinu MATBAR. Uppskriftin dugar fyrir 4.

lambakóróna 800 g
spínat 400 g
steinselja 100 g
sítrónusafi úr einni sítrónu
blaðlaukur, 2 stk
parmesan eftir þörfum og vilja

Takið kórónuna í kótilettur og kryddið vel með salti og pipar. Grillið síðan í ca. 2 mínútur á öllum hliðum.

Vinnið spínat og steinselju í matvinnsluvél og kryddið til með sítrónusafa, salti og pipar. Takið græna endann af blaðlauknum (ekki notaður) og skolið hvíta endann vel. Grillið blaðlaukinn þar til hann er fulleldaður eða í um 20-25 mínútur. Eftir það er brennda ysta lagið tekið af og kjarninn tættur niður, það er síðan dressað vel með gremolata (spínat og steinselju maukinu) og sett í botninn á diski. Setjið lambið ofan á og rífið parmesan yfir allt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert