Hin fullkomna morgunverðar eggjakaka

Ljósmynd/BevCooks.com

Eggjakaka er hinn fullkomni morgunverður og fátt er betra en að laga eina slíka á helgarmorgni. Ristað brauð, nýuppáhellt kaffi, ferskir ávextir – allt eru þetta hráefni sem gera lífið umtalsvert betra.

Þessi eggjakaka er algjört dúndur og inniheldur auk eggja; grænkál, geitaost, beikon og kartöflur. 

Njótið vel!

Ljósmynd/BevCooks.com

Hin fullkomna morgunverðar eggjakaka

  • 4 egg
  • 80 ml mjólk
  • 3-4 rauðar kartöflur, skornar í þunnar sneiðar
  • 1 bolli grænkál, smátt skorið
  • 1/4 bolli rauðlaukur, smátt skorinn
  • 1/2 bolli geitaostur, mjúkur og mulinn – eða annar ostur
  • 2-3 sneiðar af kanadísku beikoni, skornar í bita
  • Salt og pipar

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 180 gráður.
  2. Raðaðu kartöflusneiðunum á disk og settu í örbylgjuofninn i 4 mínútur. Það mýkir þær upp og hraðar elduninni.
  3. Í miðlungsstóra skál pískið saman egg og mjólk. Kryddið með salti og pipar.
  4. Smyrjið eldfast mót eða steypujárnspott. Raðið kartöflunum í botninn. Sáldrið grænkálinu yfir, því næst beikoninu, geitaostinum og rauðlauknum. Endurtakið 2-3 sinnu. Hellið því næst eggjablöndunni yfir.
  5. Bakið þar til eggin eru elduð og yfirborðið er farið að brúnast eða í 20-30 mínútur.
  6. Skreytið með steinselju og berið fram með ávöxtum og kaffi.
Ljósmynd/BevCooks.com
Ljósmynd/BevCooks.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert