Elsta kona heims borðaði 3 egg á dag og henti karlinum út

Hin ítalska Emma Moreno borðaði 3 egg á dag í …
Hin ítalska Emma Moreno borðaði 3 egg á dag í 90 ár. mbl.is/AFP

Elsta manneskja heims, hin ítalska Emma Moreno, lést 16. apríl, þá 117 ára gömul. Emma var mikil kjarnakona og segist þakka þremur eggjum á dag og góðum genum langlífi sitt. Móðir Emmu varð 91 árs og systur hennar náðu einnig háum aldri. Emma segist þó handviss um að eggin hafi gert henni gott. Tvö þeirra borðaði hún hrá en eitt eldað. Þetta gerði hún 90 ár af ævi sinni en síðustu ár hafði hún þó fækkað þeim niður í tvö en fékk sér gjarnan kex líka.

Carlo Bava, læknir Emmu til 27 ára, sagði AFP-fréttastofunni að hún borðaði mjög sjaldan grænmeti eða ávexti. „Hún nærist aðallega á tveimur hráum eggjum á morgnana og eggjaköku í hádeginu. Svo borðar hún yfirleitt kjúkling í kvöldverð.“

Þar að auki skildi hún við eiginmann sinn. „Ég vildi ekki láta stjórna mér,“ sagði Emma sem bjó við ofbeldisfullt samband. Hún losaði sig því við eiginmanninn en ekki eggin.

Emma borðaði um 21 egg á viku.
Emma borðaði um 21 egg á viku. Ljósmynd/mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert