Hnetusmjörs hummus sem tryllir saumaklúbba

Hummus er ekki bara hummus. Þetta er hummus lífsins!
Hummus er ekki bara hummus. Þetta er hummus lífsins! mbl.is/Íris Ann

Þessi hummus er án efa sá allra besti sem ég hef nokkur tímann smakkað. Mér finnst hann bestur á vefjur með fullt af grænmeti, t.d. rauðri papriku, káli, mangói og vorlauk. Gott súrdeigsbrauð klikkar líka seint. Ég bauð upp á þessa snilld í vinkvennahittingi um daginn - stunur og stemning og allar báðu þær um uppskriftina.

Það þarf ekkert að ræða þetta frekar - þú bara verður að smakka! Uppskriftin er frá Lindu á Eatrvk.com og er skyldusmakk! 

Innihaldsefni

1 dós kjúklingabaunir, skolaðar og sigtaðar
3 msk. hnetusmjör - ég notaði gróft lífrænt hnetusmjör frá Rapunzel
1-2 msk. Sriracha-sósa (hún er mjög sterk svo farið varlega og smakkið til)
1 msk. maukaður engifer, ferskur
2 litlir hvítlauksgeirar
1/2-1 msk. hunang eða maple-síróp/agave fyrir vegan (má sleppa)
1 msk. ólífuolía
3-4 msk. af klakavatni
1/2 bolli salthnetur, gróft saxaðar
2 vorlaukar saxaðir smátt
1 búnt kóríander, saxað
safi úr 1/2 lime, má sleppa
salt og pipar eftir smekk

Leiðbeiningar
  1. Setjið kjúklingabaunir, hnetusmjör, Sriracha-sósuna, engifer, hvítlaukinn, hunangið (eða maple-sírópið/agave), salt og pipar í matvinnsluvél og blandið vel saman.
  2. Með vélina í gangi hellið ólífuolíunni ásamt klakavatninu í, þetta hjálpar blöndunni að verða dásamlega mjúk og góð.
  3. Setjið blönduna í skál og kreistið lime safa yfir og blandið svo saman við hana hnetunum, kóríanderinu og vorlauknum með sleif.
mbl.is/Íris Ann
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert