Kjúklingur sem fer með bragðlaukana á flug

Ljósmynd/Delish.com

Hver elskar ekki smá léttleika þessa dagana, sérstaklega í ljósi nýafstaðins súkkulaðiáts og komandi sumars? Af því tilefni er kjörið að galdra fram þennan gómsæta kjúklingarétt sem er ákaflega suðrænn í sér og syndsamlega góður.

Grillaður hunangs- og límónukjúkingur með ananas-salsa

  • Safi úr 4 sítrónum.
  • 60 ml extra virgin ólífuolía
  • 4 msk. saxað kóríander
  • 2 msk. hunang
  • sjávarsalt
  • 450 gr. kjúklingabringur
  • 2 bollar ananasbitar
  • 1 avókadó, skorið í bita
  • 1/4 rauður laukur, fremur smátt skorinn
  • Ferskur svartur pipar

Aðferð:

  1. Byrjaðu á að laga kryddlöginn. Í stóra skál skaltu hræra saman safa úr þremur lime, ólífuolíunni, 3 msk. kóríander og hunangi. Kryddaðu með salti.
  2. Settu kjúklinginn í stóran ziploc-poka (rennilásapoka) og helltu marineringunni yfir. Geymdu í kæli í þrjá klukkutíma eða yfir nótt.
  3. Hitaðu grillpönnuna (eða alvöru grillið) á háan hita, smyrðu með olíu og grillaðu kjúklinginn í átta mínútur á hvorri hlið.
  4. Á meðan skaltu blanda saman í stóra skál ananas, avókadó, rauðlauknum og afganginum af lime-safanum og því sem eftir var af saxaða kóríanderinu. Kryddaðu með salti og pipar.
  5. Berið salsað fram með kjúklingnum og gleðilegt sumar!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert