Fyrsti laxinn sést á sveimi

Mynd af laxinum í Leirá í gærdag.
Mynd af laxinum í Leirá í gærdag. Stefán Sigurðsson

Stefán Sigurðsson hjá ferðaþjónustufyrirækinu Iceland Outfitters, sem sérhæfir í skipulagningu á ferðum varðandi veiði, greindi frá því á facebook í gær að hann telji sig hafi orðið var við nýgenginn lax í Leirá í gær.

Var Stefán á sjóbirtingsveiðum í Leirá í Leirársveit í gærdag og var á veiðistað númer tvö, sem er um 200 metra fyrir ofan ós árinnar og þar taldi hann sig hafa orðið var við nýgenginn lax. 

Var svörtum nobbler kastað fyrir laxinn sem elti einu sinni, en varð svo styggur og færði sig undan. Stefán reyndi samt sitt besta til að að taka nokkrar myndir af laxinum sem er sennilega sá fyrsti sem fréttist af í ám landsins það sem af er þessu sumri. 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert