Fyrstu hljóðin frá Mars

Fyrsta myndin sem Perserverance tók á nýrri heimaplánetu sinni, Mars.
Fyrsta myndin sem Perserverance tók á nýrri heimaplánetu sinni, Mars. Ljósmynd/NASA

„Lending staðfest: Perserverance er lent og tilbúin að hefja leit að menjum lífs á Mars,“ segir í talstöðinni og starfsmenn NASA ráða sér varla af kæti. 

Geimkönnuðurinn Þrautseigja lenti á Mars 18. febrúar og nú hefur NASA birt myndskeið af lendingunni, þar sem má heyra fyrstu hljóðupptöku sögunnar frá Mars.

Myndavél sem var tengd við geimkönnuðinn tók upp alla lendinguna frá því tækinu var sleppt frá geimfarinu. Myndbandið má sjá hér að neðan og hér er umfjöllun frá NASA um framleiðslu þess.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert