Bjuggu til eggfrumu á rannsóknarstofu

Eggfruma umkringd sæðisfrumum.
Eggfruma umkringd sæðisfrumum. Ljósmynd/Wikipedia.org

Vísindamönnum hefur tekist að rækta eggfrumu konu utan legs á rannsóknarstofu í fyrsta sinn í sögunni. Þetta heppnaðist eftir margra áratuga rannsóknir og tilraunir í háskólanum í Edinborg í Skotlandi. BBC greinir frá.   

Þetta mun koma til með að auka líkur einstaklinga, sem þurfa að gangast undir stranga krabbameinsmeðferð á barnsaldri, að eignast barn seinna á ævinni. Stúlkubörn fæðast með eggfrumur sem ná fullum þroska við kynþroskaaldur og fram að þessar hefur lítið verið vitað um hvernig þroska eggjanna vindur fram um ævina.

Rannsóknarteymið segir áfangann gríðarlega mikilvægan en frekari rannsókna er enn þörf þar til hægt verði að notast við hana. Eggið sem vísindamenn náðu að setja saman hefur til að mynda ekki enn verið frjóvgað og alls óvíst hvort það verði hægt.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert