Síðustu þrjú ár þau allra heitustu

Fellibyljir, hitabylgjur, flóð og skógareldar hafa meðal annars verið tengd …
Fellibyljir, hitabylgjur, flóð og skógareldar hafa meðal annars verið tengd við breytingar og þróanir í veðurfari í heiminum síðustu ár. Þessi mynd er frá skógareldum í Montecito í Kaliforníu í desember 2017. AFP

Síðustu þrjú ár eru þau allra heitustu frá upphafi mælinga, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skýrslu frá Alþjóðaveður­fræðistofn­un­ Sam­einuðu þjóðanna (WMO).

Niðurstöðurnar þykja undirstrika afdrifaríka hlýnun jarðar. Skýrsla stofnunarinnar er unnin upp úr gögnum fimm leiðandi alþjóðlegra veðurfræðistofnana sem staðfesta að árin 2015, 2016 og 2017 eru þau allra heitustu.

Í skýrslunni kemur meðal annars fram að árið 2016 mældist það allra heitasta sökum El Nino-veður­fyr­ir­bær­is­ins á meðan 2017 er það heitasta, þrátt fyrir að áhrifa El Nino hefði ekki gætt.

Skýrslan ýtir undir þær rannsóknir vísindamanna að lofts­lags­breyt­ing­ar hækka sí­fellt hita­stig jarðar og fær­ast fyr­ir vikið sí­fellt nær því að verða óaft­ur­kræf­ar. Við þessu vöruðu vís­inda­menn við á ráðstefnu Sam­einuðu þjóðanna í Bonn í Þýskalandi í nóvember í fyrra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert