Strætó gengur fyrir kaffi

Strætisvagnar í London munu ganga fyrir kaffi.
Strætisvagnar í London munu ganga fyrir kaffi. Ómar Óskarsson

Frá og með deginum í dag mun hluti strætisvagna Lundúna ganga fyrir kaffiúrgangi borgarbúa, en hann nemur allt að 200.000 tonnum á ári samkvæmt fyrirtækinu bio-bean. BBC grenir frá.

Lífeldsneytið er framleitt með því að blanda olíu úr kaffiúrgangi við dísilolíu, en fyrirtækið bio-bean segist nú þegar hafa framleitt næga kaffiolíu til þess að halda einum strætisvagni gangandi í heilt ár.

Stöðug aukning hefur verið á notkun lífeldsneytis í samgöngum í Lundúnum, en þegar gengur fjöldi af 9.500 strætisvögnum borgarinnar fyrir úrgangi úr matreiðsluolíu og tólg sem verður til við kjötvinnslu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert