35,11% vefsíðna komnar aftur í gagnið

Mörður vonast til þess að allar vefsíðurnar sem fyrirtækið hýsir …
Mörður vonast til þess að allar vefsíðurnar sem fyrirtækið hýsir verði komnar upp á mánudag. mbl.is/Skjáskot

Samkvæmt Merði Ingólfssyni, framkvæmdastjóra 1984 ehf. hefur 35,11% þeirra vefsíðna sem fyrirtækið hýsir verið komið aftur í gagnið eftir kerfishrunið sem varð á miðvikudag. Á morgun vonast hann til að hlutfallið verði komið upp í 50% og að á mánudag verði allar vefsíðurnar komnar upp. „Við teljum þetta ganga vel en auðvitað er þetta orðinn langur tími. En við vinnum hérna dag og nótt.“

Aðspurður segir hann orsök kerfishrunsins ekki komna í ljós, enda sé fyrirtækið að einbeita sér að viðskiptavinum sínum sem stendur. Þeir séu með aðra í að rannsaka málið og að fylgjast megi með framgangi mála á Twitter-síðu fyrirtækisins.

Mörður Ingólfsson, framkvæmdastjóri 1984 ehf.
Mörður Ingólfsson, framkvæmdastjóri 1984 ehf.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert