Biðst afsökunar á Control-Alt-Delete

Bill Gates er oft á tíðum ríkasti maður heims. En …
Bill Gates er oft á tíðum ríkasti maður heims. En Control-Alt-Delete skipunin verður ekki göldruð burt með peningum, virðist vera. AFP

Bill Gates, stofnandi Microsoft, hefur beðist afsökunar á því hversu ergilegt það getur verið að „logga sig inn“ á tölvur með Windows-hugbúnaðinum. „Ef ég gæti gert eina litla breytingu myndi ég setja hana í einn takka,“ sagði Gates um skipunina Control-Alt-Delete.

Ummælin lét Gates, oft ríkasti maður heims, falla í pallborðsumræðum á Bloomberg Global Business Forum í New York.

Hann hefur áður talað um að heppilegra hefði verið að þurfa bara að ýta á einn taka frekar en þrjá til að logga sig inn í Windows-kerfið en þá kenndi hann IBM um klúðrið.

„Við hefðum getað haft þetta einn takka. En gæinn sem hannaði IBM lyklaborðið vildi ekki gefa okkur þennan eina takka,“ sagði Gates á viðburði í Harvard árið 2013.

Þess má geta að það þarf aðeins að ýta á einn takka til að logga sig inn á tölvur frá Apple.

CNN sagði frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert