Nýtt skjaldkirtilslyf veldur aukaverkunum

Levothyrox.
Levothyrox. AFP

Gömul útgáfa af lyfi sem notað er við sjúkdómum í skjaldkirtli verður sett á ný á markað í Frakklandi eftir þúsundir notenda nýju útgáfunnar kvörtuðu undan alvarlegum aukaverkunum lyfsins. Þrjár milljónir Frakka nota lyfið.

Um er að ræða nýja samheitaútgáfu lyfsins Levothyrox en það er notað til að meðhöndla sjúkdóma og starfstruflanir í skjaldkirtli hjá þeim sem eru með ofvirkan skjaldkirtil og koma í veg fyrir ofvirkni hans. Lyfið kom á markað í mars og hafa fjölmargir kvartað undan krömpum, höfuðverk, svima og hármissi.

Ríkisstjórn Frakklands lýsti því yfir í dag að gamla útgáfan verði sett á markað eftir tvær vikur en stjórnvöld hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi í málinu. 

Framleiðandi lyfsins, þýska lyfjafyrirtækið Merck Serono, segir að nýja útgáfan verði sett á markað í öðrum ríkjum Evrópu.

Heilbrigðisráðherra Frakklands, Agnes Buzyn, segir að sjúklingar fái meira val með fleiri tegundum lyfja á næstu vikum en í dag er aðeins ein tegund í boði í Frakklandi, L-Thyroxine.

Á mánudag höfðu níu þúsund sjúklingar látið vita af aukaverkefnum vegna lyfsins. Um þúsund kvartanir berist á degi hverjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert