Hægt að greiða með snjallsímanum

Ljósmynd/Aðsend

Ný greiðslulausn sem Síminn hefur þróað í samstarfi við Advania gerir fólki kleift að greiða fyrir vörur og þjónustu með snjallsímanum.

Appið Síminn Pay er sótt gjaldfrjálst í Play Store eða App Store og skráir notandinn kortin sín þar inn. Þegar kemur að því að greiða er appið opnað, kortið sem nota á valið, mynd tekin af QR-kóða við afgreiðsluborðið og varan greidd á einfaldan hátt. Kaupin eru staðfest með PIN eða fingraskanna. Kvittanir eru rafrænar og týnast því ekki.

Í tilkynningu frá Símanum kemur fram að meðal fyrstu fyrirtækjanna sem taki þátt séu meðal annars 10-11, Dunkin‘ Donuts, Te og kaffi, Lemon, Local, Mosfellsbakarí, Ísbúð Vesturbæjar og Culiacan. Næstu fyrirtæki inn séu Samkaup, Olís og Kaffitár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert