Lagfærðu gen sem veldur sjúkdómi

Sæðisfruma og egg.
Sæðisfruma og egg. Mynd/Af vef Wikipedia

Bandarískir vísindamenn hafa í fyrsta sinn lagfært stökkbreytt gen sem veldur sjúkdómi í fósturvísi.

Þar með hafa þeir færst skrefi nær því að koma í veg fyrir að börn fái arfgenga sjúkdóma.

Vísindamennirnir notuðu „genaverkfærið“ CRISPR til að lagfæra genið.

Aðrir vísindamenn hafa fagnað tækninni sem notuð var en hafa í leiðinni hvatt til þess að umræða fari fram um siðferðið á bak við breytingar á erfðaefni manna.

Fósturvísarnir sem voru búnir til á tilraunastofu fengu aðeins að þróast áfram í nokkra daga.

Í niðurstöðunum kom fram að 72% fósturvísanna, 42 af 58, höfðu losnað við gen sem veldur hjartasjúkdómi sem var í sæðisfrumunni sem var notuð til að búa þá til.

Þetta kom fram í tímaritinu Nature.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert