Vara við hraðari bráðnun Grænlandsjökuls

Jökullinn er stærsti ísmassi norðurhvels jarðar, sem hylur svæði sjöfalt …
Jökullinn er stærsti ísmassi norðurhvels jarðar, sem hylur svæði sjöfalt stærra en Bretland og nær upp í þriggja kílómetra þykkt. mbl.is/RAX

Vísindamenn eru „mjög áhyggjufullir“ yfir að Grænlandsjökull bráðni nú hraðar og hækki þar með yfirborð sjávar meira en upprunalega var gert ráð fyrir. Að þeirra sögn ýta hlýnandi aðstæður undir þörungavöxt, sem dekkir yfirborð jökulsins. Því dekkri sem jökullinn er, því hraðar bráðnar hann.

Dökkur ís dregur í sig meira sólarljós heldur en hreinn hvítur ís og því hlýnar dökkur jökullinn og bráðnar hraðar en sá hvíti. Þetta kemur fram í frétt sem birt var á vef breska ríkisútvarpsins. 

Eins og er bætir grænlenska íshellan allt upp í einum millimetra á ári við síhækkandi sjávarmál Jarðar. Jökullinn er stærsti ísmassi norðurhvels jarðar, sem hylur svæði sjöfalt stærra en allt Bretland og nær upp undir þriggja kílómetra þykkt. Það þýðir að meðalsjávarmál heimsins myndi hækka um sjö metra ef ísbreiðan myndi öll bráðna.

Því er Grænland, þrátt fyrir að vera afskekkt, miðpunktur rannsóknar um þörungavöxt, sem hefur beina tengingu við nokkrar af helstu strandborgum heims, eins og Miami, London og Sjanghæ. Vonast vísindamennirnir eftir að með því að öðlast aukinn skilning á þörungavextinum muni þeir betur geta áætlað hve hröð bráðnunin verði og hvernig eigi að bregðast við henni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert