Lífvænlegt tungl Satúrnusar

Mynd sem tekin er úr geimfarinu Cassini við yfirborð tungslins …
Mynd sem tekin er úr geimfarinu Cassini við yfirborð tungslins Enceladus. AFP

Hið ísilagða tungl Satúrnusar, Enkeladus, gæti verið vænlegasti staðurinn til að leita lífs utan jarðarinnar. 

Vísindamenn telja að undir ísnum á tunglinu gæti verið að finna heitar uppsprettur á hafsbotninum. Slíkt geti, eins og við þekkjum á jörðinni, skapað aðstæður til lífs. Þetta er niðurstaða rannsókna sem Cassini-geimfar NASA hefur stundað síðustu misseri.

Í frétt BBC um málið segir að slíkar uppsprettur þurfi ekki að þýða að líf sé að finna á þessu litla tungli. Umhverfis þess gæti verið líflaust með öllu. 

Hins vegar telja vísindamenn að þetta gefi tilefni til að fara í fleiri leiðangra á svæðið með þróaðri mælitæki. „Við erum helvíti vissir að innhafið á Enkeladus sé lífvænlegt og við verðum að fara aftur og rannsaka það frekar,“ segir Hunter Waite sem tekur þátt í rannsóknarverkefni Cassini-geimfarsins. „Og ef það er ekkert líf, af hverju ekki? Og ef það er líf, þá er það bara betra.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert