Jafngildi 40 getnaðarvarnapilla

Primodos var notað sem þungunarpróf en var í raun öflug …
Primodos var notað sem þungunarpróf en var í raun öflug getnaðarvörn. Ljósmynd/Sky News

Samkvæmt rannsóknum á 7. og 8. áratug síðustu aldar missti fjöldi kvenna sem tók lyfið Primodos fóstur eða eignaðist börn sem á vantaði útlimi eða þjáðust af heilaskemmdum og hjartasjúkdómum.

Sex ára rannsókn Sky News hefur leitt í ljós að skjöl voru eyðilögð og upplýsingum haldið frá almenningi um mögulega skaðsemi lyfsins, sem var framleitt af þýska lyfjafyrirtækinu Schering.

Heimildarmynd um málið verður sýnd á Sky á þriðjudag en í frétt á vef miðilsins segir m.a. frá hinni bresku Marie Lyon, sem eignaðist fatlaða dóttur eftir að hafa tekið Primodos.

Lyfinu var ávísað af læknum og notað til að komast að því hvort konur væru þungaðar eða ekki. Lyfið innihélt mikið magn hormóna, sem voru seinna notaðir í neyðargetnaðarvarnapilluna en talið var að ef kona væri ólétt myndi prógesterónið frásogast í líkamanum. Ef ekki myndu hórmónarnir koma af stað blæðingum.

Sannleikurinn er sá, samkvæmt Sky, að Primodos var í raun öflug getnaðarvörn; styrkur einnar töflu jafngildir 13 neyðargetnaðarvarnapillum eða 40 hefðubundnum getnaðarvarnapillum.

Þegar Lyon grunaði að hún væri ólétt og leitaði til læknis, sagði hann henni að taka tvær töflur sem myndu leiða í ljós hvort grunur hennar væri á rökum reistum. Hún átti að byrja á einni; ef hún kæmi ekki af stað blæðingum skyldi hún taka hina.

„Sektarkenndin sem ég fann til seinna yfir því að hafa ekki efast var óbærileg,“ segir Lyon.

Í þættinum verður einnig rætt fjallað um gögn og vitnisburði sem benda til þess að vitað væri um skaðsemi Primodos.

Frétt Sky News.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert