Google liggur niðri víða

Guli punkturinn sýnir hvar Google liggur niðri þessa stundina.
Guli punkturinn sýnir hvar Google liggur niðri þessa stundina. Skjáskot/DownDetector.com

Erfitt eða nær ómögulegt er að nota leitarvélina Google þessa stundina. Sömu sögu er að segja um YouTube. Samkvæmt vefnum Down Detector virðist sem vandamálið sé víða í Evrópu. Þá hefur fólk lent í vandræðum með að komast inn á Gmail. 

Einhverjir hafa einnig átt í erfiðleikum með að nota vafrann Google Chrome í morgun.

Hægt er að komast inn á google.is en vandamálið virðist tengjast Google.com. Mögulega er um svokallaða álagsárás að ræða, þar sem milljónir beiðna um upplýsingar eru sendar út til að hægja á netumferð.

Hér er hægt að sjá hvort ákveðnir vefir eru niðri. 

Þetta blasti við þegar slegið var inn google.com í Chrome-vafrann …
Þetta blasti við þegar slegið var inn google.com í Chrome-vafrann í morgun. Skjáskot af Google.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert