Missti 100 kg eftir aðgerðina

Eman Ahmed Abd El Aty.
Eman Ahmed Abd El Aty. AFP

Egypsk kona sem er talin sú þyngsta í heimi hefur misst 100 kíló eftir að hafa farið í hjáveituaðgerð á Indlandi. Konan, sem ekki hafði farið út fyrir hússins dyr í aldarfjórðung, vó 500 kg fyrir aðgerðina.

Talsmaður Saifee sjúkrahússins í Mumbai segir að Eman Ahmed Abd El Aty, 36 ára, muni halda áfram að léttast og reynt verði að aðstoða hana við það svo hún komist til síns heima sem fyrst.

BBC hefur eftir fjölskyldu El Aty að hún hafi komið til Indlands sem leiguflugi í janúar en hópur sérfræðinga gerði aðgerðina undir stjórn Muffazal Lakdawala sem er sérfræðingur í slíkum aðgerðum.

Tvær tegundir magaminnkunaraðgerða eru algengastar að sögn BBC, hjáveituaðgerðir og að bandi er komið fyrir til þess að minnka magamálið. Aðeins þeir sem þjást af lífhættulegri offitu eiga að fara í slíkar aðgerðir.

Abd El Aty var 5 kg við fæðingu og var greind með fílaveiki (elephantiasis) en sjúkdómurinn veldur því að útlimir stækka og afmyndast vegna bjúgs af völdum stíflaðra æða.

Frétt BBC

Aðgerðir vegna alvarlegrar offitu

Indverski skurðlæknirinn Muffazal Lakdawala sýnir hér mynd af Eman Ahmed …
Indverski skurðlæknirinn Muffazal Lakdawala sýnir hér mynd af Eman Ahmed Abd El Aty. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert