Endurtalið í Garðabæ á morgun

Sjálfstæðisflokkurinn fékk undir helming atkvæða en sjö af ellefu kjörna …
Sjálfstæðisflokkurinn fékk undir helming atkvæða en sjö af ellefu kjörna fulltrúa í bæjarstjórn. Mynd/mbl.is

Endurtalning á öllum atkvæðum í sveitarstjórnarkosningunum í Garðabæ hefst klukkan 16 á morgun. 

Þetta staðfestir Soffía Eydís Björgvinsdóttir, formaður kjörstjórnar í Garðabæ, í samtali við mbl.is. 

Beiðni barst frá Garðabæjarlistanum þess efnis að endurtalið yrði, vegna þess hve litlu munar á að listinn fengi þrjá menn kjörna í bæjarstjórn, í stað tveggja. Annar maður Garðabæjarlistans yrði á kostnað sjöunda manns Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn hlaut 49,1% atkvæða en sjö af ellefu kjörnum fulltrúum í Garðabæ. 

Soffía segir að endurtalning eigi að taka töluvert styttri tíma en fyrsta talningin, þar sem búið er að flokka og telja atkvæðin í bunka. Það létti á og talning og samlagning ætti aðeins að taka um þrjá til fjóra tíma. 

Niðurstaða endurtalningarinnar ætti því að liggja fyrir um og eftir kvöldmatarleytið, gangi allt samkvæmt áætlun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert