Þór Saari í öðru sæti á lista sósíalista í SV

Efstu sex sætin á lista sósíalista í Suðvesturkjördæmi.
Efstu sex sætin á lista sósíalista í Suðvesturkjördæmi. Ljósmynd/Aðsend

María Pétursdóttir, myndlistamaður, öryrki og aðgerðasinni, skipar fyrsta sæti á lista Sósíalistaflokksins fyrir komandi alþingiskosningar. Þór Saari hagfræðingur og fyrrverandi þingmaður skipar annað sætið. 

Slembivalinn hópur félaga úr Sósíalistaflokknum skipar listann fyrir kosningarnar, en fram kemur í tilkynningu að reynsla flokksins hafi sýnt að niðurstaða slembivalinna hópa gefi í flestum tilfellum skýrari mynd af vilja grasrótar en kosning eða prófkjör.

Sami háttur var viðhafður við val á listum flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2018. 

Listi Sósíalistaflokks Íslands í Suðvesturkjördæmi:

María Pétursdóttir myndlistakona/öryrki
Þór Saari hagfræðingur
Agnieszka Sokolowska bókavörður
Luciano Dutra þýðandi
Ester Bíbí Ásgeirsdóttir tónlistarmaður og kvikmyndagerðarkona
Hörður Svavarsson leikskólastjóri
Nanna Hlín Halldórsdóttir nýdoktor
Sæþór Benjamín Randalsson matráður
Ingibjörg Ýr Jóhannsdóttir rannsóknarlögreglumaður og stjórnsýslufræðingur
Tómas Ponzi garðyrkjubóndi
Sara Stef. Hildardóttir upplýsingafræðingur
Agni Freyr Arnarson Kuzminov námsmaður
Zuzanna Elvira Korpak námsmaður
Sigurður H. Einarsson vélvirki
Silja Rún Högnadóttir myndlistarnemi
Alexey Matveev skólaliði
Elísabet Freyja Úlfarsdóttir námsmaður
Arnlaugur Samúel Arnþórsson garðyrkjumaður
Kolbrún Valvesdóttir starfsmaður í heimaþjónustu
Baldvin Björgvinsson framhaldsskólakennari
Elsa Björk Harðardóttir grunnskólakennari og öryrki
Jón Hallur Haraldsson forritari
Brynhildur Yrsa Valkyrja Guðmundsdóttir leikskólakennari
Gísli Pálsson mannfræðiprófessor
Erling Smith tæknifræðingur og öryrki
Sylviane Lecoultre iðjuþjálfi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert