Óli Halldórs hættir við að leiða

Óli Halldórsson.
Óli Halldórsson. Ljósmynd/mbl.is

Óli Halldórsson, kjörinn oddviti Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi, hefur vikið frá áformum sínum um að leiða lista hreyfingarinnar í alþingiskosningunum í september. 

Frá þessu greinir Óli á facebooksíðu sinni. 

Þar gefur hann þá skýringu að alvarleg veikindi konu sinnar séu ástæða ákvörðunarinnar og óskar eftir að aðstæðum sínum verði sýndur skilningur. 

Alvarleg veikindi hafa komið upp hjá eiginkonu minni, sem haft hafa í för með sér ófyrirséðar áskoranir. Í forystuhlutverk í pólitík landsmála fer maður ekki til smárra verka eða af hálfum hug,“ segir í tilkynningu Óla.

Óli hefur beðist undan því að ræða veikindi eða málefni fjölskyldu sinnar frekar. 

Stjórn kjördæmisráðs VG í Norðausturkjördæmi hefur gert það að tillögu sinni breyting á röðun listans til framboðs á Alþingi verði með þeim hætti að Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður VG, leiði listann og Óli færist í þriðja sæti hans. 

Efstu þrjú sæti listans verða þannig: 

  1. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir
  2. Jódís Skúladóttir
  3. Óli Halldórsson

Tillagan verður lögð fyrir kjördæmisráð til samþykkta eftir helgi.

Sjá má tilkynningu hans hér að neðan: 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert