Átakafundur í Kópavogi vegna sölu á Fannborg 2, 4 og 6

mbl.is/Hjörtur

Hart var tekist á um sölu á fasteignunum Fannborg 2, 4 og 6, sem áður hýstu bæjarskrifstofur Kópavogsbæjar, á bæjarstjórnarfundi í gær.

Minnihluti bæjarstjórnar Kópavogs lagði fram tillögu um að fresta sölunni þar sem einungis fjórir dagar væru fram að kosningum og taldi eðlilegt að ný bæjarstjórn sem funda mun 20. júní tæki ákvörðun um söluna og skipulag á Fannborgarreitnum.

Meirihlutinn taldi allar forsendur fyrir því að afgreiða kaupsamninginn á síðasta fundi núverandi bæjarstjórnar og taldi jafnframt að ef af afgreiðslunni yrði ekki gæti það skapað skaðabótaskyldu gagnvart kaupendum. 

Salan á Fannborg 2, 4 og 6 var samþykkt með sjö atkvæðum meirihlutans gegn fjórum atkvæðum minnihlutans. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert